Skip to main content

Verkefni mars - Misnotkun á netinu - að horfa í ljótan spegil

Verkefni marsmánaðar á uppruna sinn hjá Soroptimistaklúbbnum Adana í Tyrklandi. Verkefnið felst í því að berjast gegn ofbeldi á netinu. Á tímum Covid-19 hefur ofbeldi gegn konum aukist til muna á netinu sem hefur haft sálrænar og líkamlega afleiðingar fyrir þær konur sem hafa lent í því og hefur leitt að sér meri vanlíðan hjá konum.

Soroptimistaklúbburinn í Adana stofnaði verkefni sem þær nefndu „Misnotkun á stafrænum kerfum“ sem felst í því að vekja athygli á þessum veruleika. Þær auglýstu fund gegnum netmiðla  í júlí 2021. Fundurinn var síðan haldin gegnum Zoom og YouTube þar sem þær buðu konum að taka þátt, ekki bara fyrir soroptimista heldur allar konur sem höfðu áhuga á að taka þátt.

Þær fengu 3 sérfræðinga í þessum málefnum til að halda erindi og upplýsa konur um hvað sé stafrænt ofbeldi og hvernig er best að forðast það.

Þetta verkefni var fjármagnað með frjálsum framlögum sem gerði viðburðinn mun innihaldsríkari.

Mikil ánægja var með framlag Adana klúbbsins í Tyrklandi hjá þeim sem tóku þátt.

Systur í Adana hvetja aðra klúbba að hafa svipuð erindi fyrir þolendur netofbeldis. Þær eru fúsar að veita upplýsingar um verkefnið ef aðrir klúbbar vilja gera eitthvað sambærilegt.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á slóðinni https://www.soroptimisteurope.org/cyber-abuse-looking-into-an-ugly-mirror/

 

ofbeldi á netinu