Verkefni júní - Að breyta hinu venjulega í hið óvenjulega

Verkefni frá Soroptimistaklúbbi í Gdansk í Póllandi var valið verkefni júnímánaðar af Link.

Fram kemur  að í Pólandi hefur ein kona af hverjum fimm, orðið fyrir andlegu eða kynferðislegu ofbeldi, frá núverandi eða fyrrverandi sambýlismanni eða  þá öðrum einstaklingi.  Umfang andlegrar misnotkunar pólskra kvenna af hendi sambýlismanns eða fyrrverandi maka mælist um 37%. Verkefnið fólst í því að veita konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi  langtíma sálrænan stuðning og lögfræðilega aðstoð.  Konum var boðið upp á fundi og vinnustofur til að styrkja stöðu sína. Þær voru aðstoðaðar við að átta sig á því að ofbeldi sé ekki eðlilegt, né verðskuldað.   Í framhaldi af þessum vinnustofum tók hluti kvennanna sig til og undirbjuggu lagalegar aðgerðir til að vernda sig og börnin sín.       

Hægt er að skoða nánar um verkefnið 

juni2021

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu