Dagur 7 - 1. desember

Án aðgangs að nútímalegri og sjálfbærri orkuþjónustu þurfa konur og stúlkur, einkum í dreifðum landsbyggðum, að eyða löngum og þreytandi tíma í að framkvæma grundvallar verkefni til að framfleyta sér og sínum, þar á meðal tímafrekt og líkamlega erfið verkefni við að safna eldsneyti. Það hindrar þær í því að fá aðgang að menntun og lífsviðurværi og takmarkar möguleika þeirra á félagslegum samskiptum og þátttöku í stjórnmálum. Að elda mat við þessar aðstæður er sérstaklega skaðlegt heilsu kvenna og barna, sem verða oft fyrir eitruðum reyk frá hefðbundnum eldunarofnum. Ennfremur getur ofbeldi gegn konum og stúlkum komið fram vegna skorts á götulýsingu á nóttunni eða á daginn í aðstæðum þar sem fjármagn er af skornum skammti og konur eru skyldaðar til að safna eldsneyti á afskekktun og einangruðum svæðum.

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu