Skip to main content
22 November 2023

Október 2023 - Ávarp forseta SIE

carolien demey scaled web

Áskorun um hlutleysi – e. The challenge of neutrality

Carolien Demey forseti SIE fjallar um þá áskorun að vera hlutlaus og jafnframt að standa upp fyrir konum á stríðshrjáðum svæðum.

Hvað einkennir vel heppnaðan? Hægt er að googla svarið og fá mörg ólík svör, en eftirtalin grunnatriði koma alltaf fram: Að vera vel undirbúin, skapa góð tækifæri fyrir umræður, en forðast þó ekki heilbrigðar umræður. Nátengt þessu er frasinn „þar sem allir hugsa eins, hugsar enginn mikið“ e. “Where all think alike, nobody thinks very much.” Þó alltaf sé þægilegt þegar aðrir eru sammála okkur koma bestu hugmyndirnar þegar við mætum áskorunum – þá tökum við framförum sem leiða til breytinga.

Nýlegur sendifulltrúafundur í Bratislava var árangursríkur, þökk sé þátttakendum. Fyrir vikið kom ég heim úr ferðinni líkt og margar aðrar soroptimistasystur full af áhuga og áköf í að leggja drög að og hrinda í framkvæmd hugmyndinni „Stöndum upp fyrir konum“ e. „Stand up for women“.

Við vitnum oft í mottóið „Stöndum upp fyrir konum“, en verðum að spyrja okkur að því að hvaða marki við stöndum við þetta loforð. Slagorð okkar er bundið sameiginlegum frekar en einstaklingsbundnum markmiðum.

Það er jafnvel háskalegra að fullyrða „Stöndum upp fyrir konum“ fyrir konur í stríðshrjáðum löndum. Sem friðarsinnar erum við meðvitaðar um hlutverk okkar og hlutleysi samtakanna í stjórnmálum og trúmálum.

Það er ekki auðvelt að vera hlutlaus í heimi hryðjuverka, þegar við enn og aftur verðum vitni að villimannlegum fjöldamorðum, mannránum, morðum á almennum borgurum og nauðgunum, allt í nafni stríðs. Börn sem alast upp við þessar aðstæður festa þær í minni og gleyma ekki því sem þau hafa séð og reynt. Reynslan kennir okkur að slík eyðilegging getur leitt til biturra karla og kvenna, sem sjálf geta hefnt sín með hryðjuverkum.

Hver er afstaða okkar varðandi landamæradeilur milli ríkja? Hvernig getum við sætt sjónarmið í anda hlutleysis í samræmi við vinnu okkar að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi?

Það eru aðeins ein mörk sem við þurfum að verja og getum varið sem frjáls félagasamtök, það er að halda hlutleysi. Það eru skil þess að finna varanlegar lausnir sem stuðla að friði og friðsamlegri sambúð en varast öfgahreyfingar sem stunda hryðjuverk. Þessi þennan klofning má finna í Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Í þessu samhengi er skuldbinding okkar að fylgja alþjóða lögum ekki einföld. Á þessum krefjandi tímum sem einkennast af hryðjuverkum og grimmd, þurfum við ekki að efast um hlutleysi okkar. Gildi okkar eru ljós þar sem við stöndum upp fyrir konum á stríðssvæðum og höfum áhrif á líf margra með marktækum hætti, bæði núlifandi- og komandi kynslóðir, með því að standa fast á grunngildum Soroptimistahreyfingarinnar.

Hverjar erum við ?

Alþjóðleg samtök
 • Í Alþjóðasamtökum Soroptimista (Soroptimist International) eru yfir 80.000 félagar í 127 löndum. Fyrsti klúbburinn var stofnaður árið 1921 í Oakland í Kaliforníu. Heimshlutasamböndin eru fjögur og undir hverju þeirra eru landssambönd eða svæðasambönd, og svo klúbbar.

  Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptimista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í 19 klúbbum viðs vegar um land. Í klúbbunum er leitast við að hafa fulltrúa sem flestra starfsstétta til að fá sem breiðastan hóp. Fyrsti íslenski klúbburinn var stofnaður árið 1959.

  Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).

Markmið
 • Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis, vinna að því að skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi, auka aðgengi að menntun, efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar.

Konur fyrir konur
 • Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.

Soroptimisti ?

 • Orðið soroptimisti er samsett úr orðunum „sorores ad optumum" sem þýðir systur sem vinna að því besta.

  Þær sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Soroptimistasambandið er bent á að hafa samband við okkur með því að senda skeyti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða kynntu þér málið á systur.is


 • Menntun

 • Upprætum ofbeldi gegn konum

 • Sjálfbærni

 • Heilsa og fæðuöryggi

 • Valdefling