Skip to main content

Forsetabréf október 2022

Reykjavík 5. október 2022

Kæru systur
Komin heim eftir vel heppnað haustfund á Hótel Laugarbakka, endurnærð, frábær samvera með systrum. Flæðið var gott yfir fundardaginn, embættismenn stóðu sig frábærlega og tókst að miðla þekkingu sinni til okkar. Systur unnu markvisst að því að miðla til hvor annarrar í vinnustofum og voru virkir þátttakendur og afraksturinn eftir því. Samvinna einstaklega góð, hvað er hægt að hafa það betra? Glærur og niðurstöður úr hópavinnu má finna inn á Haustfundur 2022 á innri vef. Fyrirlestrar voru hnitmiðaðir, upplýsandi og greinargóðir.

Það er trú mín að við komum sterkari inn í að miðla til annarra hvað það er að vera soroptimisti. Við vöxum með hverju árinu sem við förum í gegnum 16-daga-átakið Þekkjum rauðu ljósin, og komum því inn af krafti í ár. Við höfðum svo sannarlega „valið að vaxa“ þessa helgi. Bréf um það verkefni verður sent til utanríkisráðherra þar sem við hvetjum til að sendiráð Íslands erlendis og opinberar byggingar á Íslandi verðu lýstar upp í appelsínum gulum lit.

Ég hvet ykkur til að fara að vinna að því á ykkar svæðum, að byggingar verði upplýstar, bjóða filmur til notkunnar (eru ekki dýrar), það liðkar fyrir framkvæmdinni og mögulega gerast þá fleiri þátttakendur. Fara að undirbúa hver tekur að sér að skrifa í hverfa- og bæjarblöð/miðla um það sem gert er á svæðinu og hvers vegna. Staðlaður texti verður settur inn í verkfærakistuna á innri vef um átakið.

Á degi Soroptimista og Alþjóðlega mannréttinda deginum, 10. desember, mun stjórn boða núverandi og verðandi embættismenn til fundar, þar sem keflið verður afhent þeim sem taka við á nýju ári. Það er ósk stjórnarað á þessum degi muni klúbbar landsins og Landssamband Soroptimista sameinast í því að veita styrk til þess verkefnis sem valið verður með tilliti til þeirra áherslna sem verða í átakinu „Þekktu rauðu ljósin“ og forvarnir.

Ég vil minna formenn klúbba á að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um leið og niðurstaða liggur fyrir hvernig systur raðast niður í embætti í klúbbi. Landsambandið þarf að skila þessum upplýsingum inn til Evrópusambandsins.

Næsti formannafundur er á áætlun 5. nóvember kl 10 - 11 á zoom.
Er ritstjórn Fregna í þínum klúbbi?
Ég mæli með því að hafi systur áhuga á að skoða málið að hafa samband við núverandi ritnefnd til að átta sig á umfangi verkefnissins. Uppsetning blaðsins er ekki eingöngu í höndum ritnefndar nema að litlu leyti, aðalverkefnið hennar verður að afla efnis í blaðið.

Ég vil árétta að klúbbar fari að huga að því að tilnefna systur í framboð forseta fyrir starfsárin 1. janúar 2025 - 31. desember 2026 og skoða hvort ekki sé systir í ykkar klúbbi sem vill gefa kost á sér en þarf hvatningu frá ykkur kæru systur.

Með kærleikskveðju

Guðrún Lára Magnúsdóttir