Skip to main content

Dagur 5 - 29. nóvember

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er viðvarandi mannréttindabrot sem ógnar ekki aðeins öryggi fórnarlamba þess, heldur hindrar konur og stúlkur um allan heim í því að vera fullgildir og jafnir þátttakendur í samfélaginu. Konur og stúlkur sem verða fyrir ofbeldi þjást oft árum saman af áhrifunum. Þær þurfa oft að takast á við heilsubrest og sálræn áföll, sem í mörgum tilfellum berast til barna þeirra og hefur einnig áhrif á samfélögin sem þær búa í.