Hvítskýrslur
Hvít skýrsla (White Paper) er stjórnvaldsskýrsla eða leiðbeiningar sem upplýsa lesendur í fáum orðum um flókið málefni og kynnir grundvallaratriði þess máls. Þeim er ætlað að aðstoða lesendur við að skilja málefni, leysa vanda, eða taka ákvörðun.
Heimilisofbeldi áhyggjuefni vinnustaðar
Alþjóðasamband N.- og S.-Ameríku (Soroptimist International of the Americas), sem vinnur að því að bæta líf kvenna og stúlkna, hvar sem þær eru staðsettar í samfélaginu og í heiminum, rannsaka málefni heimilisofbeldis á vinnustaðnum í þessari Hvítskýrslu. Þegar konu er misþyrmt af nánum aðila þá skilur hún misþyrminguna ekki eftir þegar hún leggur af stað að heiman. Ofbeldismenn sýna fórnarlömbum sínum áreitni á vinnustað gegnum síma, eða tölvupóst, eða þeir birtast á vinnustaðnum til að áreita fórnarlömb sín og vinnufélaga þeirra. Þessar kringumstæður geta valdið gífurlegum fjárhagerfiðleikum fyrir vinnuveitanda og skapað fórnarlambinu og vinnufélögum þess hættulegt umhverfi. Fyrirtæki ættu að ástunda forvarnir, og hafa stefnuskrá til reiðu, til að fást við heimilisofbeldi á vinnustað, sem og að halda uppi almennri árvekni um heimilisofbeldi, og kenna starfsmönnum að þekkja ummerki, og rétta fórnarlömbum hjálparhönd.
Sendifulltrúafréttir
Nýtt hefti Sendifulltrúafrétta er komið út. Þar má lesa beinar tillögur til aðgerða í lista sem Evrópuforseti Renata Trottmann setur fram og við getum sótt hugmyndir að verkefnum þar. Allt er þetta byggt á verkefnakjörnunum fimm sem settir eru fram í Biennium Theme 2017-2019 og í anda þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Vorblað Fregna komið út!
Vorblað Fregna er nú komið á vefinn, stútfullt af áhugaverðu efni!
Þar er m.a. rætt um væntanlegan landssambandsfund á Akranesi 20-22 apríl, Norræna vinadaga á Akureyri 22-23 júni 2018, heimboð til Soroptimstaklúbbs í Úkraínu í október 2018, heimsókn Hafnarfjarðar- og Garðabæjarklúbbs til vinarklúbbs þeirra í Vilnius, tvöfallda 40 ára afmælisgleði Mosfellsbæjar- og Seltjarnarnesklúbbs og ný framboð til embætta SIÍ kynnt.
Að auki má þar lesa fréttir af Kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í mars s.l. og forsetaverkefninu "Women, Water and Leadership".
Hér má svo sjá öll blöð síðustu ára: Fregnir
CSW62-keppnin
hjá Sameinuðu þjóðunum
Í annað skipti í röð birtist handverk Soroptimista í Handbók CSW Forum. Annelie Börjesson frá Gautaborg í Svíþjóð sendi inn teikningu sína í keppnina.
Þemað var: Áskoranir og tækifæri til að ná kynjajafnrétti og valdefling kvenna og stúlkna í dreifbýli. Takið eftir axinu og pennanum í höfuðklúti stúlkunnar. Tákn um hve menntun sé mikilvæg í dreifbýli.
CSW62 merkir 62. ráðstefna um stöðu kvenna (Commission on the Status of Women), sjá hér:
Soroptimist’s Artwork Featured in CSW62 Handbook