Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness

Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness var stofnaður árið 1977. Fyrsti formaður klúbbsins var Steinunn Anna Einarsdóttir. Heiðursfélagi er Ingibjörg Bergsveinsdóttir. Fundað er annan mánudag í mánuði oft á veitingastaðnum Rauða ljónið, Seltjarnarnesi.

Seltjnes

Helstu verkefni klúbbsins:

 • GÆFUSPOR - námskeið sem ætlað er að byggja upp konur sem lent hafa í andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
 • Stuðningur við einhverfa og aðstandendur þeirra. (Sjá: Önnur fjáröflun)

Önnur smærri verkefni:

 • Bræður í Uganda styrktir til náms
 • Íþróttastyrkur til barna á Seltjarnarnesi
 • Verðlaun (orðabók) fyrir góða frammistöðu í ensku í 10. bekk Valhúsaskóla
 • Geðfatlaðar konur í sambýli aðstoðaðar með áhaldakaupum og húsgögnum.

Fyrri styrktarverkefni:

 • Líf styrktarfélag; skjár í móttöku
 • Bugl; tölvukaup og heimasíða
 • Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing; tölvukaup
 • Kvenskoðunarstóll á Neyðarmóttökuna
 • Bygging Seltjarnarneskirkju
 • Þátttaka í alþjóðlegum styrktarverkefnum svo sem vatnsverkefni og ljósmæðrabúnaði

Fjáröflun:

 • GOLFMÓT haldið árlega á Nesvelli frá 2011
 • Skemmtikvöld í framhaldi af golfmóti. Systur koma með góða gesti
 • Undirbúningur og afgreiðsla á ókeypis morgunverði sem Seltjarnarnesbær gaf bæjarbúum í tilefni hreinsunardags og/eða menningarhátíðar
 • Kaffi og vöfflusala á árlegum fjölskyldudegi í náttúruperlunni Gróttu
 • Sala á kortum með mynd frá Gróttu eftir Sólveigu Eggertz myndlistarmann og fyrrum heiðursfélaga í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness
 • Sala dagbóka, minnisbóka, svunta merkt klúbbnum og keramik kramarhús sem Ragna Ingimundardóttir listamaður hannaði

Önnur fjáröflun:

Sala á ljóðabókinni Tilfinningar. Ingibjörg Bergsveinsdóttir tók saman óbirt ljóð eftir móður sína Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti á Kjalarnesi (1892-1970) og vann að útgáfu. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup skrifaði formála. Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness gaf bókina fyrst út á afmælisdegi Guðrúnar 21. júní 2002. Hún er hugsuð sem handbók fyrir þá sem vilja tjá tilfinningar sínar í ræðu eða riti, jafnt á gleði- og sorgarstundum. Bókin hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum og á árunum 2002 til 2011 voru 5000 eintök seld. Allur ágóði af sölu bókarinnar hefur runnið til styrktar eftirtöldum verkefnum sem unnin eru í þágu einhverfra:

 • Námskeið, í samstarfi við Greiningarstöð ríkisins, fyrir foreldra barna sem voru nýgreind með einhverfu. Árið 2007 höfðu 12 hópar og tæplega 100 foreldrar tekið þátt í verkefninu. (kr. 2.000.000)
 • Styrkur vegna MA ritgerðar Guðrúnar Þorsteinsdóttur í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Hópastarf með foreldrum barna með röskun á einhverfurófi. Öll á sama báti? (kr. 200.000)
 • Sumardvöl fyrir fötluð börn í Reykjadal (kr. 1.200.000) 2015 var bókin endurprentuð enn einu sinni og mun ágóði af sölunni fara í uppbyggingu nýs sambýlis á Seltjarnarnesi. Bókin kostar kr. 2000.