SR ReykSoroptimistaklúbbur Reykjavíkur

Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur er elstur Soroptimistaklúbba á Íslandi, stofnaður 19. september 1959. Fyrsti formaður klúbbsins var Ragnheiður Hansen Guðjónsson. Í dag eru 40 konur í klúbbnum.

Styrktarverkefni klúbbsins hafa verið mörg og fjölbreytt, bæði stór og smá, innlend og erlend. Fjáröflun til styrktarverkefna hefur verið með ýmsu móti í gegnum árin. Áður fyrr beindist fjáröflun einkum að sölu á ýmis konar varningi, sem þróaðist út í hönnun og sölu á fatapokum sem gafst einkar vel um margra ára skeið. Undanfarin ár hafa klúbbsystur verið stórtækari við fjáröflun og beina nú kröftum sínum að tveimur fjáröflunarviðburðum, styrktarkvöldinu Góðgerði í mars og kvennagolfmóti í byrjun júní.


Fjáröflun

godgerdur logo minnst

Góðgerður - skemmtikvöld 

Góðgerður er fjáröflunar- og skemmtikvöld Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur sem haldið er árlega. 

 

 

Golf SR

 

Kvennagolfmót SR 

Styrktargolfrmót Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur er haldið árlega í byrjun júní.  

 


 Styrktarverkefni

Styrktarverkefni Reykjavíkurklúbbsins hafa verið margvísleg í gegnum árin, bæði innanlands og utan. Á árinu 2015 eru megin styrktarverkefni okkar unnin í samstarfi við Hlutverkasetur og snúa að konum með geðsjúkdóma. Annars vegar er um að ræða valdeflingarverkefni fyrir konur en tilgangur þess er að veita konum með langvinna geðsjúkdóma tækifæri til að nýta og þroska hæfileika sína og veita þeim tækifæri til þess að sanna sig í starfi eða námi. Hins vegar styrkjum við tilraunaverkefnið „mömmuleikni“, sem er námskeið fyrir mæður með geðsjúkdóma og ung börn þeirra með það að markmiði að styrkja tengsl og efla þroska barnanna og í leiðinni að efla mæðurnar í að takast á við uppeldishlutverkið. Þá hefur klúbburinn nýlega styrkt félagsráðgjafa til að útbúa veftækt kynfræðsluefni fyrir unglingsstúlkur með þroskahömlun, Ráðgjafamiðstöð Krabbameinsfélagsins til að halda núvitunarnámskeið fyrir ekkjur krabbameinssjúkra karla, Samtök kvenna af erlendum uppruna og Konukot.
 
Meðal eldri styrktarverkefna klúbbsins má nefna styrk til fimm ára til Einhverfusamtakanna til að gera þeim kleift að halda sumarnámskeið fyrir börn og unglinga, Kristínarkont, Tónskóla Valgerðar, smálánaverkefni í Guatemala og námsstyrki fyrir framhaldsskólastúlkur í Malaví svo eitthvað sé nefnt.