Soroptimistaklúbbur Kópavogs

/>

Kópavogsklúbbur var stofnaður 4. júní 1975. Fyrsti formaður var Þorbjörg Kristinsdóttir.

Heiðursfélagar eru 4, Þorbjörg Kristinsdóttir, Hildur Hálfdanardóttir, Sigurborg Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir.

Í dag eru í klúbbnum 47 konur.

Klúbburinn stofnaði Sunnuhlíðarsamtökin á upphafsárum sínum, sem höfðu það að markmiði að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í gegnum tíðina hefur klúbburinn stutt vel við Sunnuhlíð. Einnig hefur klúbburinn lagt mörgum góðum verkefnum lið td. Krísuvíkursamtökunum, greitt laun hjúkrunarfræðings í forvarnarstarfi við MK, gefið gjafir til sambýla fatlaðra, stutt við efnalitlar fjölskyldur, stutt ungt fólk til náms og ýmislegt annað.

Fundað er annan mánudag í mánuði oftast í matsal Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar.

Sendu okkur póst: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.