Soroptimistaklúbbur Grafarvogs


Eldri fréttir af starfsemi klúbbsins

Birt 18.11.2009

Jólakort Soroptimistaklúbbs Grafarvogs

grafarvogsklubbur-jolakort2009Jólakort, 10 kort í pk. með umslagi, kr. 1.500, eru komin í sölu.

Smellið á myndina til þess að stækka hana.

Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali (pdf)

 

 


Birt 07.12.2007

Soroptimistaklúbbur Grafarvogs styrkir FORMA samtökin 

Soroptimistaklúbbur Grafarvogs fékk framkvæmdastjóra FORMA, Ölmu Geirdal í heimsókn á dögunum til að fræðast um verkefni samtakanna. Alma Geirdal flutti fróðlegt erindi um samtökin ásamt sinni eigin sögu af átröskunarsjúkdómi.
Soroptimistaklúbbur Grafarvogs vildi leggja þessu þarfa málefni lið og lagði fram 150.000 kr. styrk til samtakanna.

grafarvogsklubbur - FORMA

Samtökin FORMA hófu starfsemi sína í apríl 2005. Forma hefur unnið hörðum höndum við að opna umræðu um málefni átröskunarsjúklinga og beita kröftum sínum í að fræða fólk og leggja sitt af mörkum við að bæta stöðu þessa málefnis. Átröskunarsjúkdómar hafa mörg birtingarform sem getur ýmist verið offita, lotugræðgi eða lystarstol. Átröskunarsjúkdómur er geðsjúkdómur sem færist í aukana og leggst á stóran hóp fólks.

Forsvarsmenn samtaka FORMA eru Edda Ýrr Einarsdóttir og Alma Geirdal, sem báðar börðust við átröskun og nýta nú reynslu sína og þekkingu til að styðja og leiða sjúklinga og aðstandendur þeirra í gegnum bataskrefin.
 
Á myndinni eru: Alma Dröfn Geirdal, framkvæmdastjóri FORMA, Ingibjörg Ragna Óladóttir, Sigrún Árnadóttir og Hjördís Svavarsdóttir, Soroptimistaklúbbi Grafarvogs


Birt 016.11.2007

Jólakort til sölu hjá Grafarvogsklúbbi

Jólakort Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Myndin „Tilhlökkun“ eftir Guðnýju Eysteinsdóttur prýðir kortin að þessu sinni. (Smellið á myndina til að sjá stærri mynd)

grafarvogsklubbur-jolakortHægt er að fá kortin bæði með og án texta:

Megi ljós og friður lifa með okkur öllum
Gleðilega jólahátíð
farsælt komandi ár

Verð kortanna með umslagi er 100 kr. stk. og eru þau seld tíu saman í pakka. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála.

Kortin eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum:

  • Auglækningastofan, Mjódd
  • Svanlaug Efnalaug, Hverafold
  • Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir, Hverafold
  • Hárgreiðslustofan Klipparinn, Laugum
  • 18 Rauðar rósir, Hamraborg
  • Móðurást ehf., Hamraborg 7

Upplýsingar gefur formaður klúbbsins, Hjördís Svavarsdóttir í síma: 893 5851- This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Sigrún Árnadóttir í síma: 820 1516 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.