Soroptimistaklúbbur Austurlands 

Austurlandsklubbur 1

Austurlandsklúbbur var stofnaður 6. september 2003. Fyrsti formaður var sr. Jóhanna Sigmarsdóttir. Haustið 2014 eru í klúbbnum 35 konur sem búsettar eru á Borgarfirði eystra, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði og telja þær ekki eftir sér að fara yfir erfiða fjallvegi til að mæta á fundi.

Á upphafsárunum var áhersla lögð á að styðja við erlendar konur sem bjuggu tímabundið á Kárahnjúkum vegna virkjanaframkvæmda og aðrar erlendar konur á svæðinu. Á seinni árum hafa kraftar helst beinst að því að safna fé og styðja við fötluð börn og ungmenni í heimabyggð. Nú síðast var ákveðið að leggja áherslu á fæðandi konur á svæðinu og í því markmiði var t.d. fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands gefinn hjartasíriti (monitor) í september 2013.

Fundir eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, að jafnaði í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum. Septemberfundur er á Borgarfirði eystra en maífundur á Seyðisfirði.

Austurlandsklubbur 2 

Borgarfjörður

 

 Seyðisfjörður

 Seyðisfjörður