Reykjavíkurklúbbur styrkir mæður með geðheilsuvanda

Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur hefur ákveðið að styrkja Miðstöð foreldra og barna um kr. 1.900.000 sem er ágóði af Góðgerði, árlegu fjáröflunarkvöldi klúbbsins.

Á klúbbfundi 7. maí 2018 var styrkurinn afhentur forsvarsmönnum Miðstöðvarinnar. Styrkurinn verður nýttur í hópmeðferð fyrir verðandi mæður með geðheilsuvanda og eftirfylgd fyrir þær og börn þeirra eftir fæðingu.

Klúbburinn þakkar listamönnum, fyrirtækjum og einstaklingum kærlega fyrir að styrkja Góðgerði. Framlag þeirra var mjög mikilvægt.

Mynd Godgerdur

Anna María Jónsdóttir frá Miðstöð foreldra og barna (tv) og Anna Þórðardóttir formaður Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur (th).