Landssambandsfundurinn 2018!

Enn einn frábær Landssambandsfundur var haldinn 21. apríl og nú á Akranesi.

landssa f 2018 II

Dagskráin hófst á föstudagskvöldi með móttöku í Garðakaffi með léttum veitingum og tónlistaratriði sem fjölskyldan Vala og Doddi og ung dóttir þeirra Sylvía fluttu. Mæðgurnar sungu dásamlega falleg þjóðlög, bæði íslensk og írsk og öll spiluðu þau á hljóðfæri.

Fundurinn sjálfur var haldinn í Fjölbrautarskólanum og tókst í alla staði vel. Söluborð settu svip á fundinn að venju og systur gerðu kaup aldarinnar enn einu sinni. Maturinn var frábær, spriklandi nýr fiskur í orlý í hádeginu, heitreyktur lax, grilluð nautalund og skyrostakaka með oreobotni og hindberjasósu um kvöldið.

landssa f 2018 III

Að sjálfsögðu var sunginn fjöldasöngur, góðar sögur sagðar, skemmtikraftar stigu á svið og stiginn var dans eins og enginn væri morgundagurinn. Á milli fundar og kvöldverðar gátu systur rölt í verslanir þar sem Akranessystur höfðu samið við eigendur þeirra um rýmri opnunartíma og jafnvel svolítinn afslátt. Sjá mátti nokkrar systur í hátíðarkvölverðinum skarta glæsilegum og glænýjum kjólum keyptum þetta síðdegi.

Maturinn, skemmtiatriðin og dansinn á laugardagskvöldinu gleymist seint og systraþelið sem maður finnnur svo strekt fyrir á samkomum sem þessum hlýja manni lengi um hjartarætur.

Það er gott og gefandi að vera Soroptimisti – kærar þakkir Akranessystur og allar aðrar Soroptimistasystur á landinu.
Allt efni tengt fundinum má svo sjá á innri vefnum.

landssa f 2018 I