Leiklistarmeðferðarverkefni til stuðnings fórnarlömbum ofbeldis

Screen Shot 2018-03-24 at 00.35.30Soroptimistasamband Tyrklands hefur tekið höndum saman við Samtök nútímaleiklistar (Modern Drama Association), samtök sem þegar hafa komið leiklist á framfæri í skólum, sem hluta mikils leiklistarmeðferðarverkefnis sem nefnist Smiðja verðleikanna.

Alla jafna hugsum við um leiklist sem einfaldlega „að þykjast vera einhver annar“, en nú er þetta viðurkennt sem lækningartækni til að vinna gegn hegðunarmynstri eyðileggingar – og einkum þess sem tengjast ofbeldi gegn konum.

Með því að láta í té örugga tilfinningalega „fjarlægð“ atburða, getur leiklistarmeðferð veitt fórnarlömbum sjálfstraust til að deila persónulegum sögum sínum og reynslum með öðrum. Það að öðlast hlutlausa sýn á aðstæður og fá meiri skilning á getu sinni til að umbreyta þeim, getur hjálpað konum til að yfirvinna vanmáttartilfinningu sem fylgir því að vera fórnarlamb ofbeldis. Sem slíkt, þá er það einnig öflugt ákall til átaks.

Soroptimistasamband Tyrklands hefur tekið höndum saman við „Samtök nútímaleiklistar“, samtök stofnuð 1990, sem þegar vinna að eflingu leiklistar í skólum sem hluta af stóru verkefni á sviði leiklistarmeðferðar sem nefnist Smiðja verðleikanna. Í þessum viðburðum fengu þátttakendur þjálfun í áætlun til að berjast gegn og afstýra ofbeldi. Umfjöllunarefnið tók til samskipta innan fjölskyldu, það að þekkja og hafa taumhald á ágreiningsefnum og að efla sjálfstraust. Þær læra einnig hvernig skal bera sig eftir aðstoð hjá opinberum stofnunum og miðstöðvum, sem tengjast ekki ríkisstjórninni (NGO).

Meira en 8000 konur í níu tyrkneskum borgum hafa notið 30-stunda í Smiðju verðleikanna, ásamt fjölda viðburða sem kalla á árvekni, sem og fréttafunda sem hafa verið skipulagðir sem hluti verkefnisins.

Sjá hér:

Drama therapy project targets victims of abuse