Leiðtoganámskeið fyrir metnaðarfullar stúlkur

Fram til 15. mars næstkomandi er opið fyrir umsóknir í norrænt leiðtoganámskeið fyrir ungar stúlkur á aldrinum 18-30 ára. Námskeiðið verður haldið í Røros í Noregi 25.-29. júní næstkomandi. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en Soroptimistasamband Íslands styrkir verkefnið. Námskeiðið er krefjandi og reynir á þátttakendur sem þurfa að vera tilbúnir að fara út fyrir þægindarammann sinn. Umsagnir frá fyrri nemendum eru mjög jákvæðar og þátttaka er tvímælalaust góður undirbúningur fyrir leiðtoga framtíðarinnar.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 1. Stúlka á aldrinum 18-30 ára.
 2. Góð enskukunnátta, skrifleg og munnleg.
 3. Meðmæli frá Soroptimistaklúbbi.
 4. Vera í háskólanámi, hafa lokið háskólanámi og/eða vera á vinnumarkaði.
 5. Áhugi á að efla leiðtogahæfni og fara út fyrir þægindarammann.
 6. Þarf að hafa verið í einhverskonar ábyrgðarstöðu, annað hvort í námi eða starfi.
 7. Æskilegt er að um helmingur þátttakenda sé af erlendu bergi.
 8. Vilji til að gera heiminn betri ☺

Ferli við val á þátttakendum:

 1. Soroptimistasystur mega koma með ábendingar um mögulega þátttakendur sem uppfylla ofangreind skilyrði.
 2. Mögulegir þátttakendur verða kallaðir í staðlað viðtal við fulltrúa okkar á Íslandi.
 3. Að hámarki 8 og að lágmarki 4 fara í annað símaviðtal við fulltrúa þess lands sem heldur námskeiðið það árið.
 4. Norrænu fulltrúarnir þurfa allir að samþykkja val á þátttakendum.
 5. Hvert þátttökuland er ábyrgt fyrir því að tilkynna öllum umsækjendum niðurstöður á valinu.

Hér að neðan er hlekkur að umsóknareyðublaði sem umsækjendur þurfa að fylla út.

Umsóknareyðublað