Af hverju konur og stúlkur? 

Soroptimist merkir „hið besta fyrir konur” og að því stefnum við. Soroptimistar mynda samtök kvenna sem gera sitt besta við að aðstoða aðrar konur í að gera sitt besta. Sem samtök sjálfboðaliða kvenna í viðskipta- og fagstéttum erum við einstaklega vel í stakk búnar til að aðstoða konur og stúlkur til að uppfylla drauma sína. Vissulega búa karlar jafnt sem konur við fátækt, sæta mismunun og verða að yfirvinna hindranir; en gegnum alla mannkynssöguna — í sérhverju landi í heiminum — mæta konur og stúlkur enn meiri hindrunum og fordómum, einungis fyrir sakir kynferðis síns. 

Af hverju þarfnast konur og stúlkur aðstoðar okkar?

 Íhugið eftirfarandi: 

 • Ein af hverjum þremur konum hefur verið þvinguð til kynmaka eða sætt misþyrmingum á einn eða annan hátt.
 • Af þeim 600-800 þúsund manns, sem flutt eru árlega mansali yfir landamæri víðsvegar um heiminn, þá eru 80% þeirra kvenkyns samkvæmt nýlegri skýrslu. 
 • Konur vinna tvo þriðju hluta vinnustunda í veröldinni, en afla einungis 10% tekna og eiga minna en 1% eigna veraldar. 
 • Af 550 milljónum starfandi fátækra, þá eru 330 milljónir (60%) þeirra konur. 
 • Samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna, þá nemur ólaunuð umönnun kvenna á hnattræna vísu allt að 11 trilljón Bandaríkjadölum.
 • 2/3 af 880 milljónum ólæsra fullorðinna einstaklinga eru konur. 
 • Af meira en 110 milljónum barna sem ekki sækja skóla, þá eru u.þ.b. 60% stúlkur. 
 • Við 18 ára aldur hafa stúlkur hlotið að meðaltali 4.4 árum styttri skólagöngu en piltar.
 • Í sumum landa Afríku, þeirra sem eru fyrir sunnan Sahara, smitast stúlkur fimm sinnum oftar af HIV veirunni en piltar. 
 • Heilsubrestir tengdir þungunum og barnsfæðingum svipta 146 þúsund stúlkur lífi sínu á hverju ári. 
 • Um 450 milljónir fullorðinna kvenna í þróunarlöndunum hafa ekki náð fullum vexti, sem er bein afleiðing vannæringar á unga aldri. 
 • 2 milljónir stúlkna og kvenna eru látnar sæta kynfæralimlestingum á hverju ári, og þúsundir þjást að óþörfu af fæðingarfistli (obstetric fistula; erfiðleikar tengdir fæðingu). 

Kynferðismismunun hefst oft á unga aldri — jafnvel fyrir fæðingu — og stúlkubörn eru virt að vettugi og þeim er mismunað um allan heim. Í mörgum menningarsamfélögum eru stúlkur taldar vera einskis virði og af þeim sökum kjósa fátækar fjölskyldur oft að mennta ekki dætur sínar. Án menntunar eru konur ólíklegri til að finna sér atvinnu sér til lífsviðurværis og eru mun líklegri til að haldast fátækar alla sína ævi. 

Vegna tíðni kynferðismismununar, þá eru skaðlegar athafnir eins og kynfæralimlestingar, útburður stúlkubarna og val drengja á fósturstigi framyfir stúlkur enn mjög útbreiddar. Aukinheldur leiðir þessi mismunun til þess að konur og stúlkur eru seldar í ánauð og kynlífsþrælkun. Konur verða einnig að þola mismunun hvað varðar úthlutun fæðu og skort á aðgengi að sjúkraþjónustu, sem leiðir til hærri dánartíðni. Konur um allan heim upplifa líka kynferðislega misnotkun og heimilisofbeldi á hverjum degi. 

Með því að koma félagssamtakaverkefnum af stað sem gagnast konum og stúlkum, og með því að að kunna að meta konur sem hjálpa konum og stúlkum, þá bæta Soroptimistaklúbbar og meðlimir þeirra stöðu kvenna og stúlkna. Verkefni og framkvæmdaáætlanir Soroptimista aðstoða konur efnahagslega, og gera þeim kleift að gera jákvæðar breytingar á lífi og samfélaginu sínu. 

 

Upprunalegu greinina og myndband má finna hér:

Why Women and Girls?

Soroptimist: Valdefling kvenna og stúlkna til að uppfylla drauma sína!