Norrænir vinadagar - LÆGRA RÁÐSTEFNUGALD TIL 31. JANÚAR 2018

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sérstök vildarkjör á þátttökugjaldi Norrænna vinadaga til þeirra sem skrá sig fyrir 31. janúar 2018. Fram að þeim tíma verður gjaldið fyrir ráðstefnuna sjálfa kr. 13.400 en hækkar siðan í 16.400.

Heildaverð fyrir ,,allan pakkann” sem er móttaka á föstudagskvöldi, ráðstefnan sjálf á laugardegi (innifalið hádegisverður og kaffiveitingar) og síðan galaveisla um kvöldið er því kr. 26.000 í stað 29.000 fram til 31. janúar. Við vonumst sannarlega til að Soroptimistasystur hvaðanæva af landinu nýti sér þessi kostakjör og láti verða að því að skrá sig sem fyrst!

Að sjálfsögðu fá þær sem nú þegar hafa skráð sig endurgreiddan mismuninn. Við lofum glæsilegum og gefandi Norrænum vinadögum og hlökkum til að sjá ykkur!