Soroptimistasystur í Japan halda ráðstefnu í tilefni 45 ára afmælis

Ráðstefnan verður haldin í Yokohama 30. júlí og lýkur 2. ágúst 2018
Yfirskrift ráðstefnunnar er Stars, Dreams and Wishes, eða Stjörnur, draumar og óskir!

stjornur japan 2018

Tilvalið tækifæri til að heimsækja stallsystur okkar í Japan,endurnýja kynni eða eignast nýjar systur hvaðanæva úr heiminum, og upplifa hina rómuðu gestrisni Japana og þá fornfræga menningu.

Ráðstefnan verður sneisafull af andríkum erindum, málstofum og innblásnum smiðjum.Þá verða hátíðarhöld vegna stórafmælis SIA kynnt, en brátt brestur á með 100 ára afmæli.

Listi Japan 2018

Ættum við ekki að fjölmenna: Fríður hópur íslenskra systra skundar til Japan?

Frekari upplýsingar um þessa spennandi borg hér Yokohama visitor's website