Nýr forseti Evrópusambands Soroptimista (SIE)

Svisslendingurinn Renata Trottmann Probst er nýkjörin forseti Evrópusambands Soroptimista,en þrjátíu ár eru liðin frá því svissnesk kona var síðast kjörin forseti SIE.
Einkunnarorð Renötu eru: We Stand Up For Women! M.ö.o.: Við stöndum með konum, styðjum þær og verjum; Við tökum málstað kvenna!

Renata-Profile-Staff-477x400

Renata hefur víðtæka reynslu á sviði viðskipta jafnt sem stjórnunarstarfa á alþjóðavettvangi.

Hún er lögfræðingur að mennt; stundaði nám í Bern í Sviss, McGill-háskólanum í Montreal í Kanada og Kólumbíu-háskólanum í New York.Hún þjónaði um árabil í svissneska hernum; var síðar meðal stjórnenda í fjármálastofnunum af margvíslegum toga. Þá hefur hún setið í hinum ýmsu nefndum. Árið 2008 stofnaði Renata sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki.

Renata bregst við áskorunum okkar tíma. Hún er full eldmóðs um réttindi kvenna Með sívaxandi þrýstingi á lífstíl og áskoranir um lífsgildi okkar hef ég kosið, meðan minn tími í embætti varir, að einbeita mér að því að verja og auka rétt kvenna. Mansal, heimilisofbeldi, kynfæralimlestingar íslamista á stúlkum, einelti og ofsóknir, barna- og nauðungarhjónabönd eru afar raunverulegar ógnir sem þarf að takast á við. … Soroptimistar munu vinna að því að verja konur gegn valdbeitingu af öllu tagi, ekki einungis líkamlegu ofbeldi, heldur einnig brotum á kvenréttindum, sem eru m.a. rétturinn til menntunar, rétturinn til jafnra launa og rétturinn til að njóta jafns réttar fyrir dómi. Sjá nánar hér (link á greinina efst á síðu).