Sendifulltrúafundur í Florence 2017

Í júlí síðastliðnum var haldinn sendifulltrúafundur í hinni undurfögru borg Flórens á Ítalíu og þangað fóru fulltrúar Landssambandsins, Ellen og Sigrún Ása. Laufey forseti okkarog áheyrnarfulltrúarnir Ingibjörg verðandi forseti, Margrét og Hafdís sátu einnig fundinn. Það var litríkt fánaborðið á fundinum og gaman hjá okkur íslenska hópnum. Margar systur úr Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja fjölmenntu til Flórens og skoðuðu sig um í borginni. Síðan tók hópurinn þátt í Evrópuþingi Soroptimista sem haldið var í beinu framhaldi af sendifulltrúafundinum.

Sendifulltrúafundur 2017

Á myndinni sjást frá vinstri: Margrét Rögnvaldsdóttir Reykjavíkurklúbbi varasendifulltrúi, Ellen Tyler Kópavogsklúbbi sendifulltrúi, Hafdís Karlsdóttir Kópavogsklúbbi aðstoðarverkefnastjóri Alþjóðasambands Soroptimista, Sigrún Ása Sigmarsdóttir Grafarvogsklúbbi sendifulltrúi, Laufey Baldursdóttir forseti landssambands Soroptimista og Ingibjörg Jónasdóttir Bakka og Seljaklúbbi verðandi forseti Landssambandsins)