Vinkvennakvöld hjá Soroptimistaklúbbi Suðurlands

Soroptimistaklúbbur Suðurlands var með sitt árlega Vinkonukvöld föstudagskvöldið 22.september sl. að Félagslundi í Flóa.

20170922 223749

Þarna komu saman yfir 100 konur og skemmtu sér konunglega. Það var ýmislegt til skemmtunar þ.á.m komu fram þrjár ungar og hæfileikaríkar stúlkur frá  Hveragerði sem kalla sig Míó tró og sungu og spiluðu. 

Sigríður Klingenberg kom og messaði yfir mannskapnum og gerði stormandi lukku,  Konur úr klúbbnum voru með tískusýningu frá Tískuversluninni Ozon á Selfossi.

Boðið var uppá léttar veitingar og síðast en ekki síst var dregið í happdrætti og voru margir veglegir vinningar í boði.  Þetta er í fjórða skipti sem klúbburinn heldur svona Vinkonukvöld og hafa þau alltaf tekist einstaklega vel. 

20170922 225219

Þetta er fjáröflun hjá klúbbnum og að þessu sinni var hluta af ágóðanum varið í að styrkja átakið "Á allra vörum".

20170922 225245

20170922 225402