Hafdís aðstoðarverkefnisstjóri SI!

Hafdís Karlsdóttir hefur verið valin til að gegna hlutverki aðstoðar verkefnisstjóra alþjóðasambands Soroptimista 2017-2019. Aðstoðar verkefnisstjóri er hluti af stjórnunarteymi alþjóðasambandsins sem samanstendur af forseta, verðandi eða fráfarandi forseta, gjaldkera, verkefnisstjóra ásamt aðstoðar verkefnisstjóra.

HK-portret-2Aðstoðar verkefnisstjóri vinnur náið með verkefnisstjóra og forseta við markmiðasetningu, þróun skipulags og við að útbúa yfirlýsingar um afstöðu Soroptimista gagnvart ýmsum málefnum sem snúa að réttindum og stöðu kvenna.

Umfangsmesta verkefni aðstoðar verkefnisstjóra er að skipuleggja og vera í forsvari fyrir Forsetaverkefni Soroptimista eða 10. desember verkefninu, sem unnið er í góðu samstarfi við verkefnisstjóra heimshlutasambandanna.

Þó svo að Hafdís taki ekki við hlutverkinu fyrr en á stjórnarfundi í Rotterdam þann 29. júlí þá hefur hún unnið að undirbúningi forsetaverkefnisins með Mariet Verhoef-Cohen forseta SI 2017-2019 frá því í október sl. Verkefnið er að verða full mótað og verður lagt fyrir stjórn SI á næsta stjórnarfundi sem haldinn verður 30. mars nk.

Mottó Soroptimista er að vera alheimsrödd kvenna með áherslu á „Educate to Lead“. Forsetaverkefni 2017-2019 verður „Soroptimist Educate to Lead in Water“ þar sem áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að því að auka jafnrétti í gegnum menntunartækifæri fyrir konur og stúlkur þar sem vatn er lykillinn að velferð til framtíðar. Það er engin spurning að mikilvægasta auðlind framtíðar er vatn. Af launuðum störfum í vatnsgeiranum eru aðeins 17% mönnuð af konum og þegar ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun þessarar auðlindar þá er þátttaka kvenna nær óþekkt. Þessu þarf að breyta. Hvort sem verkefnið felur í sér að auðvelda konum aðgang að menntun með því að byggja salerni við skóla í Afríku eða mennta konur á efra stigi og 

í stjórnun til að koma þeim að samningaborðinu, þá munum við vinna að því næstu tvö árin að gera konum kleift að taka þátt á öllum stigum ákvarðantökunnar. Á Íslandi er ekki skortur á vatni, en við getum hjálpað konum t.d. í þróunarlöndunum við að nýta þá auðlind sem best með því að styrkja verkefni þeirra. Upplýsingar um forsetave