Úrslit í smásögusamkeppni SIÍ

Alls bárust í keppnina 20 sögur eftir 17 höfunda, bæði konur og karla. Dómnefnd fór yfir efnistök, sögustíl og áhugaverðugleika hverrar sögu. 

smasogusamkeppni

Á myndinni eru frá vinstri: Faðir Ragnheiðar Jónsdóttur, viðurkenning fyrir Liv, Sigurbjörn Skarphéðinsson, viðurkenning fyrir Bréfið. Síðan eru verðlaunahafarnir Rósa Þóra Magnúsdóttir 3.verðlaun fyrir Okkar eigin upprisu, Sigurrós Þorgrímsdóttir 2. verðlaun fyrir Ömmu Guggu, Bróðir Kristínar Guðbjargar Snæland 1. verðlaun fyrir Þær fórnir sem við færum. María Norðdahl 1. varaforseti og María Lóa verkefnastjóri og formaður dómnefndar.

Valdar voru þrjár sögur í verðlaunasæti og tvær fá viðurkenningu.

Verðlaun og viðurkenningar voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 19. júní 2015.

Ráðgert er að gefa sögurnar út á prenti í smásögubók, í sumar eða haust.

Soroptimistasamband Íslands óskar öllum höfundum til hamingju með ritstörfin og þakkar þeim fyrir þátttökuna í keppninni. Sjá einnig inná vef. www.soroptimist.is

1. verðlaun kr. 75.000

Þær fórnir sem við færum, smásaga

Höfundur; Kristín Guðbjörg Snæland

Umsögn dómnefndar

2. verðlaun kr. 50.000

Amma Gugga, smásaga

Höfundur; Sigurrós Þorgrímsdóttir

Umsögn dómnefndar

3. verðlaun kr. 25.000

Okkar eigin upprisa, smásaga

Höfundur; Rósa Þóra Magnúsdóttir

Umsögn dómnefndar

Viðurkenning:

Liv, smásaga

Höfundur; Ragnheiður Jónsdóttir

Umsögn dómnefndar

Viðurkenning:

Bréfið hennar langa langa langömmu, smásaga

Höfundur; Sigurbjörn Skarphéðinsson

Umsögn dómnefndar