Smásögusamkeppnin - verðlaunaafhending 19. júní!

smasagnasamkeppni

Rétt um 20 sögur bárust í smásögusamkeppni Soroptimistasambands Íslands og dómnefndin er að störfum við að meta þær. Þann 19. júní er fyrirhugað að veita verðlaun fyrir þrjár bestu sögurnar.

Verðlaunin verða veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur en þann dag eru nákvæmlega 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi.

Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhendingin byrji um kl. 17:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur.