Vel heppnaður landssambandsfundur í Kópavogi!

Landssambandsfundur Soroptimista 2015 var haldinn í Kópavogi helgina 17.-19. apríl sl.

Landssambandsf 2015

Yfir 200 systur alls staðar að af landinu sóttu fundinn og var það einróma álit allra að fundurinn hafi verið mjög vel skipulagður, fræðandi og skemmtilegur og þeim Kópavogssystrum til mikils sóma.

Þar sem að landssambandsfundir eru aðalfundir samtakanna var litið yfir farinn veg og skýrslur hinna ýmsu embætta og nefnda fluttar auk þess sem kosið var í ný embætti. Er þar helst að nefna að Laufey G. Baldursdóttir, Akureyrarklúbbi, var kosin til að gegna embætti forseta, 2016-2018.