Kveðja frá Finnlandi

Íslenskum Soroptimistum og fjölskyldum þeirra er boðið að koma í heimsókn til Finnlands dagana 24. - 26. júlí 2015 en það er Soroptimistaklúbburinn í Savonlinna sem stendur fyrir óperuhelgi fyrir Soroptimista á Savonlinna operuhátíðinni. Athugið nú vel hvort þessi tímasetning hentar ykkur ekki.

Kuva Savonlinna

Savonlinna býður ykkur að koma og njóta hinna björtu nótta við Saimaa vatnið og njóta í leiðinni Savonlinna óperuhátíðarinnar í Olavinlinna kastalanum.

Vonumst til að sjá ykkur sem flestar næsta sumar og best er að bóka fyrir 30. apríl til að tryggja miða á óperuna. sjá nánar hér

Sl. 25 ár hefur Soroptimistaklúbburinn í Savonlinna skipulagt og séð um hádegisverð á hátíðinni og safnað peningum til að styrkja tónlistamenn og tónlistarflutning heimafyrir og einnig hafa þær styrkt nemendur. Á síðast ári fagnaði klúbburinn 50 ára afmæli og þá stóðu þær fyrir þriggja daga hátíð og buðu Soroptimistum frá Norðurlöndunum sem og öðrum Evrópulöndum og voru það systur frá 36 klúbbum víðsvegar að sem komu og nutu hins undurfagra vatnahéraðs.