Ferðavika Soroptimista 2015

Í 13. sinn bjóða systur í Hafnarfjarðar- og Garðabæjarklúbbi til ferðaviku,en ferðavikan er haldin á 3ja ára fresti og er eina fjáröflun þeirra til að fjármagna sín góðu verkefni.

Week 2015

Ferðaplanið er einstaklega glæsilegt og dekrað er við gesti alla vikuna enda sjá systur um allan undirbúning, baka, elda, sjá um allar ferðir og leiðsögn, sjá um skemmtidagskrá og hátíðarkvöld á lokadegi í ferðaviku.

Hér  má sjá dagskrána og allar upplýsingar

Systur eru hvattar til að láta alla vinaklúbba sína vita og tengiliði um víða veröld.

Allir eru hjartanlega velkomnir á Ferðaviku Soroptimista 2015