Ákall alþjóðasambandsforseta 10. desember 2014

ÁKALL alþjóðasambandsforseta þetta árið verður eins og sólargeislar inn í líf fólks svo það geti lifað, hlotið menntun og matast með því að nota sjálfbæra sólarorku.

10 des 2014

Getur þú ímyndað þér lífið án þess að geta kveikt ljós og að hafa enga möguleika til að geta eldað fyrir fjölskylduna þína, vegna þess að þar sem þú býrð í heiminum er ekki lengur hægt að fá sjálfsagða hluti eins og eldivið.

Því skyldi nokkur manneskja vilja safna eldiviði dag eftir dag og sumar jafnvel eiga það á hættu að verða fyrir ofbeldi eða nauðgun. Þessi atriði eru grunnþættir í lífi okkar allra. Þess vegna ættum við Soroptimistar að neita okkur um það sem færir okkur gleði og hamingju ( og við getum keypt fyrir peninga) í einn dag og gefa frekar peningana til ákallsins SJÁLFBÆR SÓLARORKA.

Ann Garvie alþjóðaforseti hefur kosið Musasa grunnskólann í Úganda fyrir eitt af verkefnum sínum varðandi sjálfbæra sólarorku og er ætlunin að verkefnið verði tilbúið vorið 2015. Musasa grunnskólinn er staðsettur í fjalllendi Rwenzori í strjálbýlli vestur Úganda. Í skólanum eru 740 nemendur, sem flestir búa í mjög einföldum leirhúsum. Þar sem að skólaganga þessara nemenda er 3-4 árum lengri en almennt gerist á vesturlöndunum og þar sem að aðbúnaðinum er mjög ábótavant eiga fæst þessara barna möguleika á að fara í frekara nám. Aðeins börn sem búa í þéttbýli eða þau sem fara í einkaskóla geta það. Við það að fá sólarorku gætu börnin notast við fartölvur sem gæfu þeim miklu meiri möguleika. Það hefur ekki verið neitt rafmagn á þessum slóðum þar til fyrir stuttu þegar lagt var rafmagn niður dalinn en skólinn er hins vegar ekki tengdur og verður líklega ekki um ófyrirséða framtíð. Á kvöldin nota íbúarnir olíulampa. Sólarorka mundi breyta öllu, lýsa upp umhverfið og tölvur gæti fólkið notað til að stunda nám á kvöldin og jafnframt yrði allt umhverfið öruggara.

Með því að útvega eldavélar fyrir skólann sem yrði hagstæðara og umhverfisvænna, kæmi það í veg fyrir að skóglendið í nágrenninu sem reyndar er friðað yrði ekki lengur fyrir ágangi eða yrði eldi að bráð. Í dag er eldsneytið sem notað er í skólanum keypt fyrir styrktarpeninga sem annars gæti nýst til menntunar barnanna.
Soroptimista klúbburinn í Dunfermline í Skotlandi (fyrrum höfuðborg Skotlands í Fifehéraði) hefur verið í vinasambandi við skólann í Musasa og þegar gefið 12 ljós og mun samband þeirra styrkjast enn frekar við þetta átak alþjóðaforsetans,Ann Garvie, sem einmitt kemur frá Skotlandi.

Annað verkefni alþjóðaforseta er á Fijieyjum í Suður- Kyrrahafinu þar sem koma á upp eldavélum sem knúnar eru með sólarorku í stað steinolíu. Þegar eru á leiðinni þangað níu eldavélar sem munu nýtast fimmtíu til eitthundrað manns og verða komið fyrir á þremur stöðum. Hver eldavél getur eldað 19 kg af hrísgrjónum á 60 mínútum. Stórkostlegt, ekki satt! Ástæða þess að nákvæmlega þessir þrír staðir voru valdir var í samvinnu við Soroptimistaklúbbinn á Fiji og sérfræðing sem þekkir vel til á staðnum. Fijieyjar eru um 800 talsins með um 950.000 íbúa en aðeins 100 eyjanna eru byggðar. Það er á tveimur þessara eyja sem koma á upp eldavélunum, á eyjunni Viti levu í heimavistarskóla fyrir nemendur og kennara og á heimili fyrir ekkjur og einstæðar mæður en þær hafa verið að sjá sér farborða með því að reka kaffihús og selja mat til vinnandi fólks á svæðinu. Með því að auðvelda þeim eldamennskuna með almennilegum vélum gætu þær haft meiri tíma til að mennta sig og börn sín.
Þriðji staðurinn er á eyjunni Vanua levu og er líka heimavistarskóli fyrir bæði nemendur og kennara. Skólinn er staðsettur á eyju sem er afskekkt og tekur um fjóra til fimm klukkustundir að sigla þangað. Þar er ætlunin að koma upp sólarrafhlöðum bæði fyrir eldavélarog tölvur.

Ann alþjóðaforseti er sérlega ánægð þar sem að verkefni hennar hefur verið svo vel tekið að nú eru enn frekari áætlanir á prjónunum og vonandi verður hægt að koma upp enn fleiri sólarrafhlöðum til að duga fyrir tíu tölvur á einhvern þessara þriggja staða í náinni framtíð.

Sjá nánar um ákallið á vef Soroptimist International.