Norrænir vinadagar 2008 - skráning

Skráning er hafin á Norræna vinadaga sem haldnir verða á Íslandi dagana 6.-8. júní. Skráningarform á íslensku hefur nú verið sett inn á vefinn og eru systur hvattar til að skrá sig til þátttöku sem fyrst. 

Mjög verður vandað til dagskrár ráðstefnunnar á Grand Hótel laugardaginn 7. júní nk.

Einvalinn hópur fyrirlesara mun flytja erindi um sérvalin málefni sem snerta allar konur og því má engin Soroptimisti láta þessa ráðstefnu framhjá sér fara.

Auk þess er þetta kærkomið tilefni til að efla tengsl við systur okkar frá Norðurlöndunum og Balkanríkjunum.

Allar Soroptimistasystur eru hvattar til að skrá sig til þátttöku því hér er um einstæðan viðburð að ræða. Sýnum samstöðu og mætum allar á Norræna vinadaga.

Skráningarform á íslensku (hlekkur ekki lengur til þar sem skráningu er lokið).

Þátttökugjald er 16.000 kr. ef skráning fer fram fyrir 30. apríl 2008

Þátttökugjald er 19.000 kr. ef skráning fer fram eftir 1. maí 2008