Norrænir vinadagar 2008

Norrænu vinadagarnir sem haldnir voru um síðustu helgi voru vel heppnaðir í alla staði og var góður rómur gerður að erindum allra fyrirlesaranna. Alls sátu um 200 gestir ráðstefnuna og var yfirskrift hennar "Umbreytum tilverunni - Aukum völd kvenna og stúlkna". Áhersla var annars vegar lögð á konur í ákvarðanatöku og lykilstöðum í samfélaginu og hins vegar á þá skelfilegu staðreynd að mansal með konur er vaxandi vandamál.

Á ráðstefnunni var kynnt sameiginlegt mansalsþema sem allir norrænir Soroptimistar munu vinna að á árunum 2008-2012.

Í lok ráðstefnunnar undirrituðu forsetar allra norrænu landssambandanna yfirlýsingu um þau tvö baráttumál Soroptimista sem ráðstefnan lagði mesta áherslu á með hvatningu til stjórnvalda um að fjölga konum við ákvarðanatöku og að innleiða aðgerðir sem beinast gegn mansali innan kynlífsiðnaðarins og mansali til nauðungarvinnu. 

Yfirlýsingin í íslenskri þýðingu.

Dagskrá ráðstefnunnar og fyrirlestrar.

Fréttatilkynning vegna ráðstefnunnar.