Samkeppni um hönnun barmmerkis

Skottur, félag um 24. október og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir keppni um hönnun barmmerkis. Hönnunarsamkeppnin felst í því að hanna nýtt barmmerki sem selja á til styrktar baráttunni gegn mansali og kynbundnu ofbeldi. Merkið þarf að höfða bæði til karla og kvenna.

Keppnin er öllum opin og verðlaunahafi hlýtur 250.000 kr. í verðlaun.

Nánari upplýsingar.