Friðarþing í Hörpu 13. og 14. október 2012

Skátarnir standa fyrir FRIÐARÞINGI í Hörpu, laugardaginn 13. október 2012 frá kl. 9 – 16 og á sunnudaginn 14. október kl. 9-12.30.

Soroptimistum hefur verið boðið að kynna starf sitt og verðum við með kynningarbás þar sem sýndar verða myndir og sagt frá starfi samtakanna.

EXPÓ FRIÐARÞINGS verður staðsett í Eyri sem er fyrir framan Silfurberg, aðalráðstefnusal þingsins. Þar munu ýmis félög sem starfa í þágu friðar og mannréttinda kynna starf sitt fyrir gestum þingsins.

Nánari pplýsingar má finna á facebook.com/peacething.