Tónleikar til styrktar börnum á Indlandi

Margir soroptimistaklúbbar og einstaka systur haf styrkt börn til náms í þorpinu Meppedu, sem er í Tamil Nadu, einu fátækasta héraði Indlands. Í þorpinu og nágrenni þess búa stéttleysingjar, sem hefðu ekki átt kost á að menntast hefðu ekki komið til styrkir frá soroptimistum á Íslandi.

“Vinir Indlands” halda styrktartónleika einu sinni á ári og verða þeir nú haldnir miðvikudaginn 7. nóvember 2007 kl. 20:00 í Salnum í Kópavogi. Allir sem þar koma fram gefa vinnu sína og hefur Kópavogskaupstaður styrkt “Vini Indlands” um 50 þús.kr. sem dugar fyrir leigu á Salnum.

Sólveig Jónasdóttir, formaður “Vina Indlands” mun sýna myndir frá verkefninu í Tamil Nadu

Systur eru hvattar til að mæta á tónleikana. Dagskrá.