Prenta 

San Marco-verkefnið í Rúanda

San Marco-verkefni er samstarfsverkefni Soroptimistaklúbbs Kigali í Rúanda og San Marino-klúbbsins á norðurhluta Ítalíu með dyggri fjárhagsaðstoð klúbba, landssambanda og einstaklinga innan Evrópusambands Soroptimista.

Um er að ræða uppbyggingu á 

Fjölnotahúsið er jafnframt hugsað til fjáröflunar fyrir starfsemina þar sem möguleiki er á að leigja út aðstöðu til veisluhalda. Einnig eru uppi hugmyndir um að þar verði boðið upp á grunnheilbrigðisþjónustu s.s. fræðslu um hreinlæti, getnaðarvarnir og umönnun ungbarna.

Samvinna þriggja forseta og íslenskra systra

Soroptimistasamband Íslands og íslenskir klúbbar hafa stutt verkefnið með myndarlegum hætti. Hafdís Karlsdóttir Kópavogsklúbbi, forseti 2002-2004, gaf peninga sem hún fékk í fimmtugsafmælisgjöf til verkefnisins og tók þátt í friðarhlaupinu árið 2005. Sigríður Þórarinsdóttir Snæfellsnessklúbbi, forseti 2004-2006, tók upp merkið frá Hafdísi og mætti í friðarhlaupið árið 2006. Hún ákvað að forsetaframlag hennar skyldi renna til verkefnisins og beitti sér fyrir því að allar íslenskar systur legðu fram fé til uppbyggingar á svæðinu. Það kom í hlut Ásgerðar Kjartansdóttur Reykjavíkurklúbbi, forseta 2006-2008 að biðla til klúbba um fjárframlög. Það tókst með miklum myndarbrag svo eftir var tekið. Tengiliður íslenskra systra við verkefnið, Sigríður Þórarinsdóttir Snæfellsnessklúbbi, hefur gert grein fyrir stöðu mála og skýrt frá því að fjárframlag íslenskra Soroptimista hafi verið notað til að útbúa hreinlætisaðstöðu og til að kaupa bekkina í fjölnotahúsið en þá má einmitt sjá á myndinni hér til hliðar. Ásgerður Kjartansdóttir Reykjavíkurklúbbi, forseti 2006-2008 ákvað jafnframt að forsetaframlag hennar árið 2008 skyldi renna til verkefnisins. Samvinna þriggja forseta og íslenskra systra hefur því skilað ríkulegum árangri á svæðinu og við megum vera stoltar af framlagi okkar.

Heimsókn Soroptimista til Rúanda í maí 2008

Í maí 2008 fóru átta Soroptimistasystur til Rúanda í tengslum við árlegt friðarmaraþon sem haldið er í höfuðborginni Kigali og tóku fimm systur þátt í skemmtiskokki. Var öll ferðin afskaplega skemmtileg og fróðlegt að kynnast fjölbreyttum verkefnum Soroptimistasystra í landinu. Hópurinn hafði meðferðis stílabækur pennaveski, penna og fótbolta. Var gjöfunum skipt á alla klúbbana í landinu. Auk þess var klúbbnum í Kigali færð peningagjöf, 3.100 evrur frá íslenskum klúbbum til frekari uppbyggingar San Marco-verkefnsins. Var sérlega ánægjulegt að sjá byggingarnar á svæðinu en þar hefur frá upphafi skipulagningar verið hugað að sjálfbærni verkefnisins. Soroptimistar í Rúanda skipulögðu dagskrá og ferðalag um landið. Ljóst er að vart var hægt að komast nær þjóðarsál Rúanda en hér var í boði og einstakt tækifæri sem íslenskum systrum bauðst með að taka þátt.