46. landssambandsþing SIÍ fór fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica 4. maí 2019.

Grafarvogsklúbburinn sá um alla umgjörð fundarins, sem var hin glæsilegasta. Buðu þær til  móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudaginn og undirbjuggu kvöldskemmtun eftir fundinn. Eiga þær þakkir skildar fyrir að gera fundinn afar glæsilegan.

Fundinn sóttu tæplega 200 konur víðs vegar að af landinu  og tókst hann afar vel. Bornar voru fram skýrslur síðasta starfsárs til samþykktar, kynnt voru verkefni starfandi stjórnar og að lokum borin upp mál sem varða framtíðina svo sem fjárhagsáætlun næsta árs. Góðar umræður sköpuðust, en miklar breytingar liggja fyrir fundum SIE á næstunni, sem íslenskir Soroptimistar þurfa að kynna sér vel.

Strax eftir landssambandsfundinn voru haldnir þrír embættismannafundir sem fjölmargar konur sóttu. Þakkar stjórnin þeim öllum fyrir þátttökuna.

Stjórn SIÍ þakkar öllum sem komu að undirbúningi fundarins kærlega fyrir mikla og góða vinnu og óeigingjarnt framlag. Einnig þeim systrum sem mættu og gerðu daginn eins góðan og hann varð með gleði og gamni. Félagsskapurinn er það sem skiptir mestu máli eins og kom fram í skoðanarkönnuninni sem nýr talsmaður samtakanna, María Björk Ingvadóttir útbjó og systur tóku þátt í.

2019 LF Forsetar
2019 LF Kerti