10. desember - Dagur Soroptimista

10. desember er dagur Soroptimista og þann dag minnum við á markmið okkar að vinna saman og styðja við bakið á konum og stúlkum. Dagurinn er einnig tileinkaður ákalli forseta Alþjóðasambands Soroptimista Konur, vatn og forysta, sem er eina alþjóðaverkefnið þar sem Soroptimistar alls staðar í heiminum taka höndum saman til stuðnings við konur sem eru í þörf fyrir aðstoð okkar. Klúbbar og einstaklingar hafa safnað framlögum og þannig lagt verkefninu lið.

Þennan sama dag eru 70 ár liðin frá undirritun Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og í tilefni þess mun Borgarbókasafn Reykjavíkur í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International standa fyrir samverustund í bókasafninu í Grófinni.

Það má ekki gleyma því að mannréttindi eru ekki sjálfsögð og það er því ástæða til að staldra við og hugleiða hvað við getum lagt af mörkum til að sýna samstöðu í verki og stuðla þannig að bættum lífskjörum kvenna um allan heim.