Í dag, fimmtudaginn 11. október, er Alþjóðlegur dagur stúlkubarna 2018

Þennan Alþjóðlega dag stúlkubarna skulum við helga því verkefni að styðja sérhverja telpu til að þroska hæfileika sína, ganga inn á vinnumarkaðinn á jafnréttisgrundvelli, og ná sínum hæstu möguleikum. Aðalritari SÞ, António Guterres.

Allt frá 2012, hefur 11. október verið kunnur sem Alþjóðadagur stúlkubarna. Deginum er ætlað að draga athygli að þeim þörfum og áskorunum sem stúlkur mæta, með því að þrýsta á um valdeflingu stúlkna og fullnustu mannréttinda þeirra.                                          

2018 þemað er: Með henni, hæfur vinnukraftur stúlku.

Kynslóð telpna nú á dögum er að undirbúa inngöngu sína í veröld sem hefur breyst af völdum nýjunga og sjálfvirkni. Mikil þörf er á menntuðum og hæfum starfskrafti, en rúmlega fjórðungur ungmenna, aðallega kvenkyns - er atvinnulaus í dag, eða í námi eða þjálfun.

Af einum milljarði ungmenna - þar með talið 600 milljónir unglingsstúlkna - sem munu koma á vinnumarkaðinn næsta áratuginn, þá munu fleiri en 90% þeirra, sem búa í þróunarlöndunum, vinna í þeim geira sem telst óformlegur, þar sem lág laun, eða engin launagreiðsla, er algeng, ofbeldi og arðrán.

Í dag, 11. október, á Alþjóðadegi stúlkubarna, vinnum við með öllum telpum til að auka þau tækifæri til menntunar sem fyrir hendi eru, kortleggja nýjar leiðir, og kalla á athygli hins hnattræna samfélags til að íhuga enn á ný hvernig skal undirbúa stúlkur undir farsæla inngöngu á atvinnumarkaðinn.

Undir þema: Með henni, hæfur vinnukraftur stúlku, mun Alþjóðlegur dagur stúlkubarna marka upphaf árlangrar viðleitni til að kalla saman vinnuveitendur og þá, sem hagsmuna eiga að gæta, til að tala máli, og draga athygli og fjármuni að brýnustu þörfum og tækifærum til handa telpum til að öðlast kunnáttu til starfsfærni.

International Day of the Girl Child

featured-image-index