Úr september-hefti Fréttabréfs SIE 2018 The Link News Bulletin

1

Forseti sendir okkur skilaboð: Renata Trottmann Probst, Forseti SIE 2017-2019:

Fyrra ári mínu af tveimur fer senn að ljúka. Það hefur veitt mér ómælda gleði að heimsækja svo mörg lönd í Samtökum okkar og að auðnast að taka þátt í svo mörgum viðburðum Soroptimista, allt frá Norrænum vinadögum í norðri til SIFAF-ráðstefnunnar í suðri!

Ég er einkum þakklát stjórn SIE fyrir allan sinn stuðning og þeirra miklu vinnu. Hið sama má segja um hið trúa teymi í höfuðstöðvum SIE undir dyggri stjórn Meltem Zourdos. Það gleður mig að sjá þá árangursríka samvinnu þegar hinar ýmsu framkvæmdastýrur og starfslið höfuðstöðva SIE taka saman höndum um hin ýmsu verkefni. Ég verð svo ótrúlega stolt þegar ég lít augum langan lista afreka þeirra þessa 12 fyrstu mánuði!

Svo telur Renata upp hin ýmsu brýnu málefni. Afar mikilsumvert.

Lesið hér

 

SU ungmennaklúbbur Tyrklands breiðir út fagnaðarerindi Sorptimisma.

Í ár var fimmti fundur Ungmenna-klúbbusins haldinn í hinni ævafornu borg Seferihisar og var verkefnið eitt stærri verkefna félagsskaparins. Fundurinn var haldinn á háskólasvæði borgarinnar, en þeir þar á bæ kynna nemendum sínum heilbrigði, menningu og íþróttir...

Lesið meira

2

 

Styðjum hin þrjú verkefni Ákalls forseta vors

Ákall Alþjóðaforseta 2017-2019: Konur, vatn og forysta, styður verkefni sem mennta, valdefla og gera konum og stúlkum vegi færa, tryggja að þær hafi getu, reynslu og menntun til að hafa umsjón með vatns-birgðum og afla sér frama í vatns-tengdri starfsemi. Konur geta leikið stórt hlutverk ...

Lesið meira

3

 

Leikur um að nota hugkvæmni sína – Leiktu við  Möggu

Appið Magga, gersemi Seshat, sem er ókeypis app til að auðga andann er hugmynd Enricu Ficai Veltroni og Catarinu Primi, félaga í SI-klúbbi í Flórens.

Leikurinn tók samstundis flugið og náði athygli 48 klúbba á Ítalíu sem lögðu málefninu lið. Patrizia Salmoirafhi, forseti SI ítölsku deildarinnar studdi það. Vel kunnur stærðfræði prófessor Pietro di Martino, í Háskólanum í Písa sá um vísindalegu hliðina og þróun appsins fyrir snjallsíma, og töflurnar voru faldar umsjá Studio Evil í Bólóníu. Appið hefur verið hannað á ítölsku og ensku fyrir grunnskóla ...

Lesið meira

4

 

Borði / fáni til að flagga með: Segjum nei við ofbeldi – Við stöndum með konum

Hér mætti fá hugmyndir. Listakona og meðlimur SI-klúbbs Land Van Waas Marlise Binder hannaði borðann sem notaður var í SI Belgíu 2017 fyrir 16 baráttu dagar og hreppti Besta verkið, eða Best Practice-verðlaunin 2018 í flokknum Ofbeldi gegn konum.

Það gleddi Marlise ef aðrar deildir og klúbbar notuðu hugmyndina ...

Lesið meira

5

 

16 daga barátta gegn kynbundnu ofbeldi

Setting up an effective Advocacy Campaign.

Kennsla á vef. Fékk stórkostlegar móttökur.

Lesið Kynninguna hér

6