GLOBAL VOICE

Nú kennir ýmissa forvitnilegra grasa hjá stallsystrum okkar erlendis. Global Voice, eða Heimsröddin, býður okkur velkomnar. Tölublaði ágústmánaðar er sneisafullt af frásögnum hvaðanæva úr veröldinni. Meðal annars má fræðast um 21. Alþjóðlegu ráðstefnu Soroptimista 2019 sem haldin verður í Kúala Lúmpur, í Malasíu. Þarna eru og fréttir af Umræðufundinum með háttsettum stjórnmálamönnum/-konum 2018 (HLPF), sem fram fór í New York, og svo er það Ákall forseta SI: Konur, vatn og forysta.

Þá má hér finna nýjustu skilaboð forseta SI og ýmsan frekari fróðleik í Rödd þín hjá Sameinuðu þjóðunum

Hér er örlítil samantekt af efni, rétt til að koma ykkur á bragðið:

Ávarp forseta SI 2017-2019

Ég þakka frábær fjárframlög sem borist hafa frá Soroptimistum hvaðanæva úr veröldinni. Þrjú áköll forseta SI: Konur, vatn og forysta-verkefnin eru að taka á sig mynd. Lesið fréttir af fyrsta stigi verkefnis Mwihoko-kvenna í Keníu, sem og sögur af „Við þvoum“ í Búlgaríu, og fréttir af framsæknu nýju verkefni kvenna og stúlkna í þorpinu Long Tanyit í Malasíu.

Sjá: SI President's Appeal

SI Presidents Appeal

 

Alþjóðleg ráðstefna Soroptimista í Kúala Lúmpur 2019

Skráning Morgunhæna! er hafin um þátttöku í 21stu Alþjóðlegu ráðstefnu Soroptimista 2019 í Kúala Lúmpur, Malasíu. Lesið bréf frammákonu Soroptimista S.-V.-Kyrrahafssvæðisins, og heilsið upp á teymi sem gefur fyrirheit um tilkomumikla, fræðandi og hrífanda daga á málaskrá Soroptimista.

Sjá: News from the SI convention Kuala Lumpur 2019

32ade510-79da-4085-9611-e3dfe7f3114b

 

SI bloggið

Fylgist með því nýjasta á SI blogginu sem inniheldur málefni er varða plastmengun, Dag hælisleitenda, Norræna vinadaga SI, Réttlátt loftslag, og lesið um hvernig Soroptmistiar styðja við bakið á fjölskyldum í Kambódíu.

Sjá: SI Blogs

SI Blogs

 

Umræðufundur háttsettra stjórnmálamanna og kvenna

Forseti SI, Mariet Verhoef-Cohen, og framkvæmdastjóri styrktarmálefna, Bev Bucur, tóku höndum saman við fulltrúa SI hjá SÞ í Aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, 9. til 18. júlí sl., en þar tóku þær þátt í Umræðufundinum með háttsettum stjórnmálamönnum/-konum 2018 (HLPF).

Sjá: High-Level Political Forum 2018

SI HLPF

 

Rödd þín hjá SÞ

Nýjasta tölublað Your Voice at the United Nations birtir nýja umfjöllun um mikilvæg málefni, m.a. afbrotavarnir og mannréttindi.

Sjá: Your Voice at the UN

9eed3692-4ce3-41b1-ba88-a214c6c597a8

 

Mariet Verhoef-Cohen, forseti SI

Skilaboð forseta SI tilnefna sérstaka daga sem eru mikilvægir Soroptimistum í köllun þeirra að mennta, valdefla og auðvelda konum og stúlkum. Mariet Verhoef-Cohen dregur athygli að Degi heims gegn mansali, Degi hælisleitenda, og Degi heimsumhverfis. Hún birtir myndband af því nýjasta í framtaki Ákalls forseta SI: Konur, vatn og forysta.

Sjá: Latest SI President's Message

22b8c197-9a3c-4b82-a42f-53805d6d9ae8