Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Soroptimistaklúbbur Akureyrar

Eitt aðalverkefni Soroptimistasystra á Akureyri, til margra ára, er að bera út bækur hálfsmánaðarlega frá Amtsbókasafninu. Þeir sem njóta þessarar þjónustu eru aðallega eldri borgarar en jafnframt þeir fötluðu einstaklingar sem ekki komast með góðu móti að sækja sér bækur.

Akureyrarklúbbur

Sú hefð hefur skapast að láta smákökur og jólakveðjur frá systrum fylgja síðustu sendingu fyrir jólin. Vel var mætt í skólaeldhúsið að Laugalandi í Eyjafirði og samhugur og gleði var ríkjandi þar sem ilmandi smákökur í hundraðatali komu út úr ofnunum. Þetta er vissulega ánægjuleg kvöldstund fyrir klúbbsystur, gefur mikið og eykur samheldni.