Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Dagatalið okkar

Klúbbfundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Auk þeirra eru eftirtaldir viðburðir á dagatali Soroptimista:

Landssambandsfundir

Landssambandsfundir eru haldnir á vorin. Klúbbarnir skiptast á að halda fundina. Á fundinum gera forseti, sendifulltrúar, gjaldkeri og aðrir embættismenn grein fyrir starfsemi síðasta starfsárs og teknar eru ákvarðanir varðandi áframhaldandi starfsemi. Landssambandsfundur að vori er kjörið tækifæri fyrir systur til að kynna sér starfsemi Landssambandsins en ekki síður til að kynnast öðrum systrum sem fjölmenna á fundinn alls staðar að af landinu.

Haustfundir

Dagskrá haustfunda er í umsjón stjórnar Landssambandsins en fundirnir eru oftast helgaðir innra starfi klúbbanna. Þó eru nokkrir fastir liðir á dagskrá, svo sem frásagnir af sendifulltrúafundi og þingum sem hafa verið haldin á erlendum vettvangi. Stjórnarskipti fara fram á haustfundi því þá er upphaf hvers starfsárs.

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti og friði.

3. október

Vinadagur Soroptimista. Þennan dag árið 1921 var fyrsti Soroptimistaklúbburinn stofnaður, í Oakland í Kaliforníu.

24. október

Dagur Sameinuðu þjóðanna. Þennan dag árið 1945 sameinuðust 51 ríki um stofnun hinna Sameinuðu þjóða. Soroptimistar eiga fulltrúa hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

10. desember

Alþjóðadagur Soroptimista og mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. Ákall forseta Alþjóðasambands Soroptimista í tengslum við daginn tengist aðstoð við konur og börn sem eru í brýnni þörf fyrir aðstoð.

Norrænir vinadagar

Norrænir vinadagar eru haldnir í einhverju hinna fimm Norðurlanda annað hvert ár, árin sem hvorki er Evrópusambandsþing né Alþjóðaþing. Norrænir vinadagar eru vinsæll vettvangur fyrir Soroptimista til að hittast, stofna til nýrra kynna og skiptast á skoðunum.

Evrópusambandsþing

er haldið...

Alþjóðaþing

er haldið...