Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Norrænir vinadagar á Akureyri, 22. -24. júní 2018

Bókamerki norraenna vinadaga

Norrænir vinadagar á Akureyri 22-24/6 2018

Soroptimistasamband Íslands og Soroptimistaklúbbur Akureyrar standa fyrir norrænni ráðstefnu dagana 22/6 - 24/6 2018. Yfirskrift ráðstefnunnar er Our Environment and Energy – Using it without losing it. Umfjöllunarefnið er orkan, umhverfið og sjálfbær nýting náttúruauðlinda

Einnig verður sjónum beint að orkunni sem býr í okkur sjálfum og áhrifum hennar á félagslegt umhverfi. Hvernig geta konur náð fram því besta bæði í leik og starfi án þess að ganga varanlega á eigin orkubúskap?

Sjálf ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 23. júní en móttaka verður í Flugsafninu föstudagskvöldið 22. júní.

Dagskrá Norrænna vinadaga: Smellið hér!

Fyrirlesarar (enska): Smellið hér!

Ráðstefnustaður: Smellið hér!

Skoðunarferðir: Smellið hér!

Skráning er opin til 30. apríl 2018.

Ráðstefnan með veitingum á laugardegi kostar kr. 16.400
Á skráningarsíðunni er hægt að haka í eftirtalda valkvæða liði:

  • Föstudagsmóttaka kr. 3.700
  • Gala kvöldverður kr. 8.900 (fordrykkur innifalinn)
  • Ferðir á vegum Ferðaskrifstofu Nonna ("preetúrar", "posttúrar" og makaferðir á laugardeginum)
  • Kaupa tré til að eyða kolefnisfótsporinu kr. 500
  • Gisting (sjá hér neðar)

Þegar þú hefur staðfest skráningu þína flystu yfir á vefsíðu Korta þar sem gengið er frá greiðslu gegnum kreditkort. Vegna skráningar á þátttöku maka bendum við á að í skráningargjöldum er reiknað með að bæði skrái sig samtímis – systir og maki. Ef bæta á maka við síðar á EKKI að skrá sig aftur í gegnum skráningarsíðu. Þá þarf að senda póst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem skráir makann og viðkomandi þarf þá annað hvort að gefa upp kreditkortanúmer eða millifæra fyrir kostnaðinum. Þjónustugjald fyrir þetta er 1.250.- Það er því mjög æskilegt að maki sé skráður samtímis – ódýrara fyrir systur og þægilegra fyrir alla!

Gisting

Herbergi hafa verið frátekin á eftirtöldum hótelum og orlofshúsum. Morgunverður er innifalin í hótelgistingu. Athugið að verð á skráningarsíðunni miðast við 2 nætur per.mann. Athugið að bókun á gistingu  fer fram á skráningarsíðunni fyrir viðburðinn (sjá link hér að ofan). Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi gistingu þá hafið endilega samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Upplýsingar:

Ef einhverjar spuringar vakna, vinamlega hafið samband við Ásdísi Gunnlaugsdóttur hjá Ferðaskrifstofu Nonna. Ásdís er með netfangið,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ferðaskrifstofa Nonna:
Sími.: +354 461 1841
Opið mánud. til föstud. frá 09:00-17:00

Við hlökkum til að hitta ykkur á Akureyri í júní 2018!

Fyrir hönd Soroptimistasambands Íslands og Soroptimistaklúbbs Akureyrar

Bókamerki norraenna vinadaga Bakhlið