Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Alþjóðlegu soroptimistasamtökin í Evrópu - Soroptimist Internatonal of Europe, SIE

  • Við erum samofin heild kvenna á heimsvísu, úr fjölbreyttum starfs- og þjóðfélagsstéttum.
  • Við erum vettvangur til að þjóna samfélögum, deila þekkingu og reynslu.
  • Við menntum og valdeflum konur og stúlkur til að vera í fylkingarbrjósti.
  • Við berjumst gegn misþyrmingum á konum og stúlkum.
  • Við ljáum konum rödd með því að vera þrýstihópur á öllum þrepum samfélagsins.

 

Tengslanet, félagar og lönd

Soroptimistar mennta, valdefla og gera konum og stúlkum kleift að bæta lífsskilyrði sín. Alþjóðafélag Soroptimista í Evrópu (SIE) er tengslanet ríflega 34,000 fagmenntaðra kvenna, sem vinna saman í að ná þessu markmiði. SIE samanstendur um þessar mundir af 1257 klúbbum, sem starfa í 61 landi í Evrópu, Afríku, Mið-Austurlöndum, og Karíba-eyjum. SIE er stærst fjögurra bandalaga sem mynda Alþjóðafélag Soroptimista, sem telur meira en 74,000 konur sem meðlimi.

Til að halda tryggð við merkingu heitisins Soroptimisti" – sameining latnesku orðanna soror" sem merkir systir, og optima" sem merkir best – viljum við hið besta til handa konum. Þess vegna komum við verkefnum í framkvæmd um víða veröld, á staðbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum sviðum, og gerum konum og stúlkum fært að ná fullum mætti sínum með námsstyrkjum og ráðgjöf.

 

Vegna þessa skiptum við máli

Soroptimistar eru mikilvægir í samfélagi sínu og utan þess. Á hverju ári styðja félagar, koma á framfæri og/eða fjármagna að meðaltali 4,500 verkefni, og um það bil 1,7 milljón kvenna og stúlkna hafa notið góðs af þessari viðleitni. Fyrir tilstilli fulltrúa sinna við alþjóðlegar stofnanir, beitir SIE styrkri röddu til að verja kvenréttindi. Af því að við erum sjálfstæð og hlutlaus samtök, sem samanstanda af konum sem allar trúa á sömu grunngildi og markmið, erum við færar um að ná af heilum hug markmiðum okkar.

 

Hlutverk, hugsjón og undirstöðuatriði

Metnaður okkar felst í að umbreyta lífsskilyrðum og réttarstöðu kvenna og stúlkna með menntun og valdeflingu, og með því auðvelda aðgang að tækifærum.

Við viljum sjá konur og stúlkur njóta hæfileika sinna, sjá væntingar sínar verða að veruleika og eiga rétt á rödd til að skapa sterk, friðsöm samfélög um víða veröld. Sem soroptimistar keppum við að framförum á réttarstöðu kvenna, háu siðgæði, jafnrétti, þróun og friði, og stuðlum að alþjóðlegri viðskiptavild og skilningi.

Meðlimir eru konur á öllum aldri, fulltrúar fjölbreytilegra stétta. Sem slíkar stöndum við saman til að deila þekkingu okkar og reynslu. Við viljum tryggja að allar konur og stúlkur hafi tækifæri að verða leiðtogar í samfélagi sínu, og við munum halda áfram að styðja þær hvar sem þær eru í samfélaginu.    

 

Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðu: 

Soroptimist International of Europe