Þóra fráfarandi ásamt Laufey landssambandsforseta

Hvert stefnum við?

Soroptimistar vinna að framgangi markmiða sinna í starfi sínu bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.

Leiðarljós samtakanna um allan heim er verkefnamarkmið Alþjóðasambands Soroptimista sem ákveðið er fyrir 4 ár í senn.

Hver klúbbur velur sér verkefni við hæfi og tekur mið af eigin aðstæðum og verkefnamarkmiðum Alþjóðasambandsins á hverjum tíma.

Verkefnamarkmið Alþjóðasambands Soroptimista 2011-2015

1. Alþjóðasamband Soroptimista vill bæta líf og stöðu kvenna og stúlkna með menntun, stuðningi og auknum tækifærum.

2. Alþjóðasamband Soroptimista vill vera alþjóðleg rödd sem vill auka aðgengi kvenna og stúlkna að menntun og leiðtogaþjálfun.

Nánar: Verkefnamarkmið 2011-2015

Friðaryfirlýsing Alþjóðasambands Soroptimista

Við erum konur og málsvarar kvenna.

Við erum frá mörgum ólíkum löndum, af mismunandi litarhætti, trúarbrögðum og kynþáttum en í sameiningu fögnum við fjölbreytni okkar.

Við sameinumst í því markmiði að flytja friðarboðskap til allra kvenna í heiminum.

Nánar: Friðaryfirlýsing