Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Samstarf við alþjóðastofnanir

Soroptimistar starfar Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu og fleirum um frið, skilning meðal þjóða heimsins og mannréttindi.

Evrópuráðið (Council of Europe)

Evrópusamband Soroptimista hefur verið aðili að Evrópuráðinu frá 1983. Evrópuráðið vakir yfir mannréttindum, lýðræði, lögum og tilskipunum. Evrópuráðið skiptist í ráðherraráð, Evrópuþing og Evrópudómstól um mannréttindi en innan ráðsins er einnig sérstakur vettvangur (forum) fyrir frjáls félagasamtök (NGO non-governmental organizations) sem telur um 400 félaga. Soroptimistar eiga áheyrnarfulltrúa hjá Evrópuráðinu.

Nánari upplýsingar um Evrópuráðið

Sameinuðu þjóðirnar

Nokkuð bein hugmyndatengsl eru milli Sameinuðu þjóðanna og Soroptimistahreyfingarinnar. Markmið Alþjóðasambands Soroptimista eru þau sömu og markmið SÞ, friður, skilningur meðal þjóða heimsins og stuðningur við mannréttindi. Alþjóðasamband Soroptimista hefur tengsl og ráðgjafarhlutverk hjá eftirtöldum stofnunum SÞ:

  • CSDHA - Miðstöð félagslegrar þróunar og mannúðarmála
  • ECOSOC - Efnahags- og félagsmálastofnun
  • FAO - Matvælastofnun
  • ILO - Alþjóðavinnumálastofnun
  • UNESCO - Menningarmálastofnun
  • UNHRC - Flóttamannastofnun
  • UNICEF - Barnahjálp
  • UNIDO - Iðnþróunarstofnun

Hlutverk fulltrúa Soroptimista er að fylgjast með tilteknum þáttum í starfsemi SÞ og gefa stjórn Alþjóðasambands Soroptimista nauðsynlegar upplýsingar. Ráðgjafaraðild og tengsl veita dýrmæt tækifæri til þess að taka þátt í fundum og ná sambandi við fulltrúa stjórnvalda, önnur frjáls félagasamtök og embættismenn SÞ.

Nánari upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar

European Women‘s Lobby (EWL)

Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru regnhlífarsamtök 2500 kvennasamtaka í Evrópu. Hlutverk EUW er að berjast fyrir jafnræði kynja í lýðræðislegu samfélagi og bættri efnahagslegri og félagslegri stöðu kvenna í samfélaginu.

Nánari upplýsingar um EWL

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSCE – Organization of security and co-operation in Europe)

ÖSE eru stærstu samtök um öryggismál í heiminum og ná til 56 þátttökulanda í Evrópu, Mið-Asíu og Norður Ameríku. Soroptimistar geta ekki tekið þátt í föstum fundum samtakanna og þurfa því að fylgjast með á vef og umræðuvefjum. Á árinu 2010 var haldin ráðstefna, Civil Society Forum, þar sem fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum gátu komið með tillögur að nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig voru haldnir innufundir um „Skort á umbur ar yndi gagn art innf ytjendum“ (Into erance against migrants) og „Manneskjuna sem sö u öru“ (Trafficking in Human Beings).

Nánari upplýsingar um OSCE