Skip to main content

Verkefni janúar 2022 - Link

rumenia

Verkefni frá Soroptimistaklúbbnum Slatina í Rúmeníu var kosið verkefni janúarmánaðar að Link.

Árið 2015 var Rúmenía í öðru sæti varðandi unglingsmæður í Evrópu samkvæmt skýrslu UNICEF ásamt SAMAS.

Þetta verkefni fólst í því í að styðja við ungar mæður og auka kynfræðslu í skólum.  Árið 2017 stóðu allir soroptimistaklúbbar í Rúmeníu fyrir átaki í samstarfi við Danska landssambandið  sem sá um fjármögnina til að hefja verkefnið „Teenage Mothers“

Í Slatina var verkefnið unnið með stuðningi Barnaverndarstofu og skólaeftirlits.

Þökk sé þessu verkefni nú geta ólögráða  mæður haldið áfram eðlilegu lífi þannig að þær endurheimti reisn sína og sjálftraust. Þetta verkefni hefur líka vakið athygli á Soroptimistum í Rúmeníu.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér.